Heildverslunin Birkiaska flytur inn heilsuvörur frá finnska
fyrirtækinu Hankintatukku oy. Nafn fyrirtækisins er dregið
af vörunni birkiösku sem við hófum að flytja inn til landsins fyrir hartnær tveimur áratugum.

Vörurnar er fjölbreyttar, s.s. birkilaufstöflurnar Betulic
sem tóku við af birkiöskunni góðu og hafa fyrir löngu sannað sig.

Minnistöflurnar Fosfoser Memory skerpa minnið, hjálpa
einstaklingum við að takast á við flókin verkefni hversdagsins og hafa þá ánægjulegu hliðarverkun að bæta lundarfarið.

Nýtt á markaði hjá okkur fyrir liðina er efnið Bodyflex Strong, unnið úr kræklingi frá Nýja Sjálandi.
Hér er á ferðinni fæðubótarefni sem nýtist þeim sem eiga við liðverki að stríða auk þess sem íþróttafólk sem leggur mikið á liðina hefur tekið efninu opnum örmum og lýst yfir mikilli ánægju með það.

Við höfum einnig á boðstólum frábært efni fyrir hárið, Evonia, þrungið bætiefnum sem styrkja hárið og gefa því heilsusamlegt og gott útlit.
Birkiaska ehf. • Bergstaðastræti 71 • 101 Reykjavík • Sími: 551 92 39 • Gsm: 899 44 71 • Fax: 551 92 38 • birkiaska@birkiaska.is