EVONIA

Akurdorða (camelina), Hörfræ (Flax) – Grikkjasmári (Fenugreek) – Methionine (amíonósýra) – Sink – Vítamín hylki

56 hylki / 80 g

  • Stuðlar að hárvexti
  • Færir hárrótum styrk til vaxtar

Evonia fæðubótarefnið stuðlar að auknum hárvexti með því að færa hárrótunum styrk til vaxtar. Virku íðefnin eru vandlega valin með það fyrir augum að gefa vaxandi hári sem besta næringu:

Besta uppspretta omega-3 fitusýra í jurtaríkinu eru hörfræ og akurdorða. Auk olíu þessara tveggja plantna inniheldur Evonia fræolíu úr grikkjasmára. Þannig fæst rétt hlutfall omega-3 og omega-6 fitusýra.

B1-vítamín (þíamín) er mikilvægt stoðensím t.d. við efnaskipti kolvetna. Ríbóflavín (B2-vítamín) er eitt lykilefna í tveimur flavín stoðensímum sem eru mikilvæg fyrir bæði súrefnisnýtingu líkamans og orku en líka fyrir samruna prótína og fitusýra.  Níasín (B3-vítamín) eykur blóðflæði í höfuðleðri. . B6-vítamín kemur í veg fyrir hárlos og á þátt í framleiðslu melamíns sem ræður háralit. B6-vítamín og para-amínó-bensósýra (PABA) vinna í sameiningu gegn því að hárið gráni. B12-vítamín kemur í veg fyrir hárlos og viðheldur hárvexti og taugaskipulagi.

Bíótín (B7-vítamín) á t.d. þátt í framleiðslu efna sem hindra hárið í að grána. D-vítamín er mikilvæg næring fyrir fitukirtla sem færir hársrótunum næringu. Veiking fitukirtlanna þýðir að það dregur úr hárvexti, hárið verður stökkara og losnar að lokum. E-vítamín eykur blóðrás í höfuðleðri sem stuðlar að hárvexti og tryggir að hárið fær næga næringu. Sink er mikilvægt fyrir eðlilega myndun hársekkja og hindrar auk þess hárlos.

EVONIA ANTI GREY HAIR

Steinefna- og vítamíntöflur stuðla að myndun litarefni hárs

60 töflur / 48 g

  • Fæðubótarefni
  • Hindrar að hár gráni
  • Næringarefni til að mynda litarefni hárs og að bæta ástand hársins

Hár fer að grána þegar dregur úr framleiðslu melaníns í hársrótunum. Gráni hárið fyrr en eðlilegt má teljast getur ástæðan verið streita, útfjólublá geislun, langvinn veikindi eða skortur á næringarefnum. Evonia Anti Grey Hair töflur innihalda nákvæmlega valin næringarefni til þess að mynda háralit og bæta ástand hársins. Töflurnar efla litarefni hársins (einkum mangan), koma í veg fyrir að hárið gráni óeðlilega snemma (einkum ýmis B-vítamín og kopar)  og styrkir og bætir ástand hársins.

Mangan er ensímhvati sem hefur hlutverki að gegna við mótun háralitar. Fólasín, B5-vítamín (pantóþensýra) bíótín, B12-vítamín, PABA og kopar vinna gegn því að hár gráni fyrir tímann.

Skammtastærð:

1 tafla á dag.

Inniheldur hvorki laktósa, ger né glúten.


Birkiaska ehf. • Bergstaðastræti 71 • 101 Reykjavík • Sími: 551 92 39 • Gsm: 899 44 71 • Fax: 551 92 38 • birkiaska@birkiaska.is