Fékk minnið á ný
Erkki Koskelo í viðtali við tímaritið Hälsa
Erkki Koskelo lifir úti í náttúrunni, annast um heilsuna og les mikið. Ný minnistafla hefur örvað geð hans og árvekni. „Hvað er eiginlega hugsun? Er nokkur leið að hugsa án ytri hvatningar?" Þessa spyr Erkki Koskelo mig áður en viðtalið er eiginlega hafið. Og þegar ég hef ekki svar á reiðum höndum svarar hann sér sjálfur: „Hugsunin verður ekki bara til í heilanum. Allar ástæður okkar fyrir mannlegri hugsun berast okkur að utan vegna félagslegra samskipta, þekkingar, hvatninga og reynslu. Heilinn þarf að fá næringu til að virka." Áhugi Koskelos á sálfræði og heimspeki hefur aukist með aldrinum. Nú hefur hann tíma fyrir íhygli og lestur. „Ég hætti og fór á örorku fyrir aldur fram fyrir fimm árum en ég hafði starfað sem byggingafræðingur," segir hann. „Ég hafði þá nýgengist undir uppskurð vegna tauga sem voru klemmdar á milli hálsliða og hefðu getað leitt til lömunar. Ég vóg 35 kílóum meira en ég geri nú, blóðþrýstingurinn var 200/130 og púlsinn var 90. Ég var allt of þungur, þess vegna verkjaði mig í hnén og hjartað tók aukaslög. Læknar mínir sögðu að ég ætti ekki eftir mörg ár ólifuð nema ég breytti um lífshætti. Mér leið bölvanlega á þessum tíma. Ég nennti engu og hafði ekki áhuga á neinu. Ég gerði mér þó grein fyrir að ég yrði að grípa til einhverra ráða og tók varnaðarorð læknisins alvarlega." Erkki Koskelo byrjaði á því að fara í megrun. „Ég tók alla mettaða fitu úr matnum. Það feitasta sem ég át var léttostur. Ég hætti nær alveg að borða kjöt og pylsur og fór að taka fæðubótarefnið CLA, línólsýru sem eykur fitubrennslu, auk Q10 til að gefa mér orku. Ég fór líka að þjálfa mig. Ég geng úti í skógi með hundum mínum og fylgi skipulagðri þjálfunaráætlun heima þar sem ég lyfti m.a. lóðum." Og nýir siðir skiluðu árangri. „Að ári liðnu hafði ég lést um 24 kíló og úthaldið hafði aukist mjög. Blóðþrýstingur og púls var orðinn eðlilegur, blóðþrýstingurinn er nú 130/70 og púlsinn 42.
Auðveldara að lesa
Þegar líkaminn fór að hafa það betra vildi sálin líka fá sitt. „Ég vildi leita nýrrar þekkingar og nýrrar reynslu. Ég hóf að lesa mikið, einkum bækur um heimspeki en líka skáldsögur. Ég hef mjög gaman af sígildum verkum. Ein uppáhaldsbóka minna er ,Glæpur og refsing' eftir Dostojevskí." Fyrir tveimur árum uppgötvaði Erkki ,minnistöfluna' Fosfoser Memory í heilsuvörubúð. „Ég hafði náð tökum á líkamanum og vildi að heilinn yrði ekki eftirbátur hans svo ég reyndi efnið. Eftir þrjá mánuði fann ég fyrir verulegum áhrifum á skammtímaminnið. Mér gekk orðið miklu betur að muna símanúmer og ný orð, líka á erlendum tungum. Mér gekk líka miklu betur en áður að muna það sem ég hafði lesið. Orðin fengu raunverulegt innihald. Áður fyrr gat ég aldrei lesið margar bækur í einu. Mér finnst ég eiga orðið auðvelt með allar hugsanir og einbeitingu. Ég hugsa málin mjög mikið, ég þoli streitu betur en áður og gengur vel að glíma við vandkvæði. Mér finnst líka skapið hafa batnað, ég er ánægðari en ég var. En það geta líka líka verið óbein áhrif af efninu að lífið gefur mér meira en það gerði. Fyrsta hálfa árið tók Erkki þrjú hylki af Fosfoser Memory á dag en nú tekur hann eitt á dag. „Einu sinni ákvað ég að hvíla mig á Fosfoser Memory í mánuð. Ég tók strax eftir því að skammtímaminnið versnaði svo ég fór aftur að taka efnið.
Tíu skref til bætts minnis
1. Þjálfaðu heilann. Lestu, tefldu, leystu krossgátur eða spilaðu minnisspil. Lærðu eitthvað nýtt eða taktu þátt í áhugaverðum umræðum. Þeim vísindamönnum fjölgar stöðugt sem álíta að andleg verkefni seinki öldrun heilans.
2. Reyndu að lækka blóðþrýstinginn ef hann er kominn yfir 140/90. Dragðu úr saltneyslu, hreyfðu þig reglulega, forðastu að verða of þung(ur) og neyttu mikils af ávöxtum og grænmeti.
3. Athugaðu lyfin þín. Sum lyf hafa áhrif á skammtímaminnið, t.d. róandi lyf á borð við valíum.
4. Auktu neyslu á fitusýrum úr fiski. DHA-fitusýran getur haft áhrif á minnið og verið er að rannsaka það. Borðaðu feitan fisk nokkrum sinnum í viku eða taktu matskeið af lýsi daglega.
5. Hreyfðu þig nóg. Nýsjálensk rannsókn sýnir að fólk sem þjálfar öðlast bætt minni og skerpir viðbrögðin. Rösk 45 mínútna ganga a.m.k. fimm sinnum í viku getur stuðlað að því að halda heilanum virkum.
6. Sofðu út. Þeir sem alltaf sofa of lítið verða með tímanum vansvefta og það kemur niður á minninu. Farðu í heitt bað áður en þú tekur á þig náðir.
7. Slakaðu á. Finndu þér einhverja slökunariðju sem höfðar til þín, t.d. jóga, hugleiðingu eða slökunartónlist og gerðu það að daglegum þætti tilverunnar.
8. Haltu athyglinni vakandi. Hlustaðu nákvæmlega á það sem þú vilt muna, einbeittu þér að því og engu öðru. Ef þér hættir til að týna hlutum, gættu þess þá að leggja þá alltaf á sama stað. Skrifaðu hjá þér mikilvæg verkefni.
9. Taktu andoxunarefni, C-vítamín, E-vítamín og selen.
10. Taktu fæðubótarefni s.s. B-vítamín. B6-vítamín og fólínsýra geta haft áhrif á minnið. Heimild: Bandaríski læknirinn Andrew Weil í fréttabréfinu "Self Helaing".
( Heimild Hälsa no. 12 - desember 2000)
Yfirleitt verður minnið lakara með árunum
Yfirleitt verður minnið lakara með árunum. Nýtt fæðubótarefni sem búið er til úr sojabaunum er nú talið geta dregið úr þessu ferli. Það inniheldur efnið fosfatidylserín sem einnig er að finna í taugafrumum líkamans. Rannsóknir í Ísrael benda til þess að sojaefnið geti haft góð áhrif á bæði minni og skap. Jacob Gindin er sérfræðingur í öldrunarsjúkdómum við Kaplan-sjúkrahúsið í Ísrael og hefur stjórnað þremur rannsóknum á nýju minnistöflunni. „Hingað til hafa niðurstöður verið jákvæðar. Þegar við sögðum frá þeim í fjölmiðlum í Ísrael fór allt á annan endann. Bæði eldri borgarar og námsmenn í prófalestri fóru að háma í sig lyfið og ýmsir rosknir leikarar á Broadway taka það til að eiga betur með að muna línurnar sínar." Jacob Gindin heldur þó ekki að það þýði neitt að taka minnistöfluna fyrr en á fimmtugs- eða sextugsaldri. „Fólk þarf að hafa orðið vart við að minnið hafi gefið verulega eftir þannig að það valdi vandræðum heima eða í vinnunni áður en ég mæli með efninu. Um er að ræða langtímameðferð og fólk verður að fara varlega í hana." Hve mörgum nýtist minnistaflan? „Um það bil helmingur finnur verulegan mun, um fimmtungur óvissan mun og um 30 af hundraði finna engan mun. Sú er skoðun mín eftir rannsóknir mínar og reynslu þeirra sjúklinga sem hafa tekið efnið. Nokkrir mánuðir líða áður en áhrifin fara að skila sér. Ef engin áhrif hafa komið fram eftir tvo mánuði er best að hætta töku þess strax. Stundum finnur fólk þá fyrir breytingum til hins verra. Stundum koma áhrifin svo hægt og sígandi að fólk verður ekki vart við breytinguna fyrr en það hættir að taka efnið."
„Mér finnst minnistaflan lofa góðu þegar minni fer að hraka og minnissjúkdómar að koma fram. Efnið er líka í matvælum og því að öllum líkindum hættulaust," segir matvælasérfræðingur sænska tímaritsins HÄLSA, Ulla Johansson. „Engin matvæli eru þó svo auðug af fosfatidylseríni að við getum þannig aukið magn efnisins í heilanum. Ekki einu sinni soja hefur efnið í þeim mæli að það skipti máli.
Rannsóknir sýna einnig að framleiðsla líkamans á fosfatidylseríni eykst ef fólk fær líka DHA-fitusýru.?En jafnvel þótt DHA sé ekki í þessari nýju minnistöflu getur fólk bætt efninu við með því að borða feitan fisk eða taka lýsistöflu með hylkinu."
Þegar roskið fólk fer að missa minnið geta ástæður þess verið margar, meðal annars þessar: Frumuhimnan er hætt að virka sem skyldi. Breytingar verða á myndun og virkni boðefna heilans. Boðefnin miðla upplýsingum á milli taugafruma heilans og hafa líka áhrif á skapsmuni fólks. Flóðflæði í heila versnar og þannig fær heilinn minni orku en hann þarf. „Talið er að fosfatidylserín geti haft áhrif á tvær fyrrnefndu ástæðurnar fyrir versnandi minni," segir Ulla Johansson. Blóðflæði í heila er hægt að bæta með náttúruefninu ginkgo biloba sem rennasókn hefur sýnt að það getur dregið úr áhrifum minnissjúkdóms á upphafsstigi. Bandaríski vísindamaðurinn Joseph Pepping hefur tekið saman yfirlit yfir rannsóknir á fosfatidylseríni. Hann mælir með því að einnig sé neytt feits fisks eða lýsis, ginkgo biloba og E-vítamíns.
( Heimild Hälsa no. 12 - desember 2000)
|
|